Dómsmálaráðherra segist ekki hrifin af vinnubrögðum ECRI nefndarinnar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir ekki mikinn brag af vinnubrögðum ECRI nefndarinnar í ECRI skýrslunni sem birt var á dögunum. Þetta kom fram í máli Sigríðar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar “ ef þetta væri úr einhverri stofnun í stjórnsýslunni hér á Íslandi þætti þetta nú ekki gott og í rauninni bara gegn stjórnsýslulögum að birta svona án þess að menn hafi fengið kost á að andmæla til dæmis, þannig að ég kýs nú að líta á þessa skýrslu eins og segir  í formálanum í henni að hún hafi verið samin af einhverri Evrópunefnd alfarið á eigin ábyrgð, þannig það er ekkert evrópskt stjórnsýsluapparat sem ætlar einu sinni að taka ábyrgð á þessari skýrslu„,segir Sigríður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila