Dönsk tillaga: ALLIR sem hafa farið til Íslamska ríkisins eiga “sjálfkrafa” að missa ríkisborgararéttindin

Dansk Folkeparti vill taka ríkisborgararéttindin af öllum “heimkomandi”  íslömskum vígamönnum jafnvel þótt það kunni að brjóta gegn alþjóða sáttmálum. Hryðjuverkamennirnir hafa þegar kosið að snúa baki við Danmörku og eiga engan rétt á að snúa til baka, þótt þeir verði ríkisfangslausir. Þannig mun ferðin til Íslamska ríkisins sjálfkrafa ógilda danskan ríkisborgararétt. Engu máli skiptir hvort viðkomandi hafi eitt eða fleiri ríkisföng.
Martin Henriksen fulltrúi Dansk Folkeparti í innflytjendamálum sagði í viðtali við danska útvarpið:
Þegar einhver ferðast til að berjast fyrir Íslamska Ríkið, þá er það afgerandi sönnun þess að viðkomandi einstaklingur vilji ekki lengur vera hluti af dönsku samfélagi. Við lítum á það sem ákvörðun sem viðkomandi hefur sjálfur tekið´og við leggjum aðeins til að þeirri ákvörðun verði fygt eftir. Þeir hafa nefnilega snúið bakinu við Danmörku.” Michael Aastrup utanríkisráðherra Danmerkur er samt sem áður einungis tilbúinn til afnema ríkisborgararéttindi einstaklings með tvöföld ríkisborgararéttindi. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila