Dráttarvélar sem knúnar eru rafmagni væntanlegar á markað

Dráttarvélaframleiðandinn Fendt hefur boðað að fyrsta dráttarvélin sem knúin er rafmagni fari í almenna sölu í byrjun næsta árs. Hingað til hafa dráttarvélaframleiðendur verið afar tregir til þess að framleiða og setja slíkar vélar í sölu þar sem rafgeymar í þær hafi þótt of þungir og ending þeirra of stutt svo hægt væri að knýja slíkar vélar með rafmagni, enda krefjast störfin sem þeim er ætlað að vinna mikils álags og langra vinnustunda. Fendt hafa í gegnum árn verið leiðandi í þróun dráttarvéla og hafa meðal annars framleitt sjálfkeyrandi dráttarvélar sem enn hafa ekki verið settar á markað. Bændur telja þó að í framtíðinni verði sjálfkeyrandi dráttarvélar þau tæki sem komi til með að verða næsta bylting í landbúnaði og að þær verði að öllum líkindum knúnar með rafmagni, enda verða þær vélar eðli málsins samkvæmt léttari. Vélin sem Fendt setur á markað á næsta ári verður þó ekki sjálfkeyrandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila