Dregið hefur úr launamun kynjanna

Rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti hefur leitt í ljós að launamunur kynjanna minnkaði á tímabilinu 2008-2016. Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni að konur voru að jafnaði með 6,6% lægri laun en karlar árið 2008 en leiðréttur munur minnkaði í 4,5% árið 2016, metið með hefðbundinni aðhvarfsgreiningu fyrir hvert ár. Óskýrður launamunur var 4,8% en skýrður launamunur 7,4% á öllu tímabilinu 2008-2016. Skýrður launamunur segir til um hversu stór hluti launamunar skýrist af þeim skýringarþáttum sem lagðir eru til grundvallar í greiningunni en óskýrður stendur fyrir þann launamun sem ekki tókst að skýra. Skipting tímabilsins 2008-2016 í þriggja ára tímabil leiðir í ljós stöðugt minnkandi launamun og fór óskýrði launamunurinn úr 4,8% á árunum 2008-2010 í 3,6% á árunum 2014-2016.

Smelltu hér til þess að skoða niðurstöður rannsóknarinnar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila