Dregið hefur úr skjálftavirkni

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesi jafnt og þétt en í gær hófst þar mikil skjálftahrina. Eins og kunnugt er urðu þrír skjálftar í hrinunni sem mældust yfir þremur stigum og mældist sá stærsti 3,8. Jarðeðlisfræðingar segja hrinuna ekki óvenjulega nema að því leyti að fleiri stærri skjálftar fylgdu hrinunni í gær en venja er. Þá varð einnig skjálftahrina í Kötlu í gær en einnig hefur dregið úr þeirri hrinu. Jarðvísindamenn vakta þó eldstöðina eins og gert hefur verið síðustu ár enda langt síðan gosið hefur í Kötlu og því mikilvægt að fylgjast með þeim jarðhræringum sem jafnan verða þar með reglulegu millibili.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila