Drengir í samfélaginu í tilvistarkreppu vegna femínisma

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og yfirtollvörður.

Ungir drengir í íslensku samfélagi eiga í mikilli tilvistarkreppu vegna femínismans sem gefur það í skyn að karlmennskuímyndin sé slæm fyrir samfélagið.  Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og yfirtollvarðar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðbjörn segir karlmennskuímyndina raun í ákveðinni hættu enda sé verið að skapa einhvers konar nýja tegund af karlmanni “ það er verið að skapa svona karlmann án karlmennskuímyndar sem megi ekki sýna merki karlmennsku eins og hann hefur gert í árþúsundir, ég hef áhyggjur af drengjunum í samfélaginu, þeim er ekki leyft að vera þeir sjálfir„,segir Guðbjörn.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila