Drög að frumvarpi nýrra persónuverndarlaga kynnt

Drög að frumvarpi nýrra persónuverndarlaga hefur verið lagt fram til kynningar og umsagnar. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að samfélagsmiðlum verði settar mun þrengri skorður hvað varðar söfnun og vinnslu persónuupplýsinga en frumvarpið byggir á ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga. Þess má geta að í nóvember á síðasta ári var Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu þar sem hún fjallaði ítarlega um fyrirhugaðar breytingar á lögum um persónuvernd. Hægt er að nálgast þá umfjöllun með því að smella hér. Hér fyrir neðan má svo lesa drög frumvarpsins.

persónuvernd

Athugasemdir

athugasemdir

Deila