Dýrara fyrir rútufyrirtækin að fara nota Vaðlaheiðargöng en keyra heiðina

Viðar Þorkelsson.

Það er líklega ódýrara fyrir rútufyrirtækin að fara yfir Vaðlaheiðina í stað þess að fara í gegnum Vaðlaheiðargöng því kostnaður að meðaltali fyrir rútufyrirtæki væru um 700.000 krónur á dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Viðars Þorkelssonar sem árið 2017 var valinn innhringjandi ársins á Útvarpi Sögu, í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag þar sem síminn var opinn fyrir hlustendur. Viðar sem er hlustendum að góðu kunnur bendir á að staðið hafi verið að framkvæmdinni við göngin með vafasömum hætti “ þetta eru órannsökuð göng, það er allt svindl í kringum þessi göng, þau áttu að mig minnir að kosta 7-8 milljarða, enda í 20 milljörðum að minnsta kosti með ólöglegri ríkisábyrgð og öllum gjörningnum„,segir Viðar. Viðar kom víða við í símtalinu og ræddi einnig um verkalýðsmálin “ Bjarni Ben fer algjörlega með rangt mál í Kryddsíldinni þegar hann segir að 1% vinnuafls í landinu sé á lægstu laununum, Vilhjálmur Birgisson sagði í grein sem ég var að lesa að 50% þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði sé á lægstu launum„,sagði Viðar. Hlusta má á símtalið við Viðar í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila