ECRI skýrslan: Þorsteinn vill fara yfir aðkomu yfirvalda að skýrslunni

Þorsteinn Víglundsson félags og jafnréttismálaráðherra.

Þorsteinn Víglundsson félags og jafnréttismálráðherra telur að fara þurfi yfir aðkomu yfirvalda að ECRI skýrslunni svokölluðu, en eins og kunnugt er voru í skýrslunni einstaklingar og fyrirtæki sökuð um að fara fram með hatursorðræðu án þess að fá andmælarétt. Skýrslan var undirrituð í ráðuneyti Þorsteins en Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra hafði í sex mánuði áður haft skýrsluna á sínu borði í ráðuneytinu þar sem henni gafst kostur á að gera athugasemdir við efni hennar. Þorsteinn sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í morgun segir að hans skoðun sé sú að þeir sem fjallað var um í skýrslunni hefðu átt að fá andmælarétt “ ég held að það hljóti að vera sjálfsagt að menn eigi að hafa andmælarétt og komi andmælum á framfæri ef þeir eru ósammála niðurstöðunni„,segir Þorsteinn.

Alvarlegt vandamál að fólk sé ásakað um hatur fyrir að tjá skoðanir sínar

Þorsteinn segist telja það afar mikilvægt að fólk hafi frelsi til þess að tjá sínar skoðanir án þess að vera ásakað um að fara fram með hatursorðræðu “ hvort sem það er á eigin fésbókarsíðu eða kommentakerfum fjölmiðla, þá um leið erum við að tala um grundvallaratriði eins og málfrelsi, það er auðvitað vandratað einstigi hvernig við getum aukið réttarvernd fólks hvað þetta varðar og þetta er alvarlegt vandamál„,segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir