Efling gagnrýnir hótelstjóra harðlega vegna uppsagna

Stéttarfélagið Efling hefur sent Árna Vali sólonssyni hótelstjóra erindi þar sem fram kemur hörð gagrýni „vegna ólöglegra hópuppsagna á hótelunum Capital-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel sem hann rekur undir mismunandi kennitölum„, eins og er orðað í tilkynningunni. Þar segir einnig að í lok apríl, rétt eftir samþykkt nýrra kjarasamninga, hafi Árni Valur sent erindi á allt starfsfólk þar sem þess var krafist að það undirritaði uppsögn á starfskjörum sínum. Þau gætu valið að vera endurráðin á nýjum launakjörum, hönnuð „með það að markmiði að lækka launakostnað“. Ef þau samþykktu ekki á staðnum var það álitið jafngilda uppsögn. Nokkrum starfsmönnum hefur þegar verið sagt upp á grundvelli þessara afarkosta. Forsvarsmenn Eflingar segja athæfið siðlaust með öllu “ Blekið er ekki þornað á samningnum þegar hann reynir svo að svíkja starfsfólk sitt um þær kjarabætur. Þar að auki er ákvæðum laga um hópuppsagnir ekki fylgt.“segir í tilkynningu frá Eflingu. þá segir jafnframt “ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Árni Valur og framferði hans kemur við sögu Eflingar. Í október síðastliðnum uppgötvuðu eftirlitsfulltrúar Eflingar og annarra stéttarfélaga að Árni stóð í framkvæmdum við viðbyggingu á hóteli sínu City Park Hotel í Ármúla án tilskilinna leyfa. Vinnueftirlitið lokaði vinnustaðnum því þar var talin „veruleg hætta“ fyrir „líf og heilbrigði starfsmanna“. Byggingarfulltrúi ákvað líka að stöðva framkvæmdina fyrir sitt leyti vegna skorts á byggingarleyfi„. Í erindi Eflingar til segir að stjórnendum umræddra hótela verði veittur sjö daga frestur til þess að draga uppsagnirnar til baka.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila