Efna til herferðar gegn fyrirtækjum Klakka

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Stjórn VR hefur samþykkt að fara í herferð gegn fyrirtækjum Klakka vegna ofurbónusa sem stjórnendur fyrirtækisins ætla að taka sér vegna fyrirhugaðrar sölu fjármögnunarfyrirtækisins Lykils, áður Lýsingar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í morgunútvarpinu í morgun en hann var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Ragnar segir markmið herferðarinnar vera að hvetja fólk til þess að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki í eigu Klakka “ og eftir þetta viðtal er það mitt fyrsta verk að fara að vinna í þessari herferð„,segir Ragnar. Þá segir Ragnar að úthlutun ofurbónusgreiðslnanna ekki vera neina tilviljun “ þetta er ákveðið próf, það er verið að prófa hvort það sé hægt að byrja á að hegða sér eins og gert var fyrir hrun, og ef við í verkalýðshreyfingunni ásamt almenningi grípum ekki þarna inn í og gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að stöðva þetta þá munu fleiri fara þessa leið, það er því á okkar ábyrgð að taka á þessu“,segir Ragnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila