Efnahagur Kanada þverstoppar – hagfræðingar ráðþrota

Financial Post greinir frá því að efnahagur Kanada hafi þverstoppað og að enginn hagfræðingur sá höggið koma. Ástandið er mun verra en nokkur hafði látið sér detta í hug. Síðasta ársfjórðung 2018 stöðvaðist hagvöxturinn nær algjörlega og vekur niðursveiflan spurningar um fjármálaástandið yfirleitt í Kanada. Skv. Statistics Canada var hagvöxturinn aðeins 0,1% síðasta ársfjórðunginn sem er versta útkoman í mörg ár. Hagvöxturinn var 2% ársfjórðunginn á undan. Einkaneysla hefur snarminnkað og húsamarkaðurinn líka. Eftirspurn heimila er sú lægsta síðan 2015. Tölurnar sýna aukið öryggisleysi hjá neytendum og fyrirtækjum m.a. vegna hærri vaxta, viðskiptadeilna og ótta vegna olíumarkaðarins. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila