„Ég þekki Sumarliðatýpurnar“

Bjartmar Guðlaugsson.

Hinn landsfrægi og skapvondi Sumarliði sem fylgt hefur textum Bjartmars Guðlaugssonar tónlistarmanns frá því ferill Bjartmars hófst á sér lifandi fyrirmyndir úr hversdagslífinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjartmars Guðlaugssonar í viðtali við Markús Þórhallsson í dag. Bjartmar segir aðspurður um hvort Sumarliði eigi sér fyrirmyndir “ auðvitað, annars hefði þessi persóna sennilega aldrei orðið til, ég þekki Sumarliðatýpurnar„,segir Bjartmar. Í þættinum ræddi Bjartmar um lífið, listina og sögurnar á bak við lögin. Hlusta má á þáttinn hér í spilaranum fyrir neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila