Eignir kyrrsettar og fíkniefni haldlögð í aðgerðum lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi

Þrír einstaklingar sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku hefur verið sleppt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að í aðgerðunum vegna málsins hafi 3 kíló af amfetamíni, 90 grömm af kókaíni og rúmlega 100 e-töflur verið gert upptækt, auk eigna sem voru haldlagðar eða kyrrsettar. Rannsókn málsins snýr meðal annars að fíkniefnamisferli og peningaþvætti en farið var í þrjár húsleitir vegna málsins í síðustu viku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila