Eigum að hafna orkupakkanum

Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra.

Íslendingar eiga að hafna orkupakkanum en ekki að leita tvíhliða lausna í málinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ögmundur segir að þeim fullyrðingum að höfnun Íslands á pakkanum kæmi norðmönnum illa megi svara á afar einfaldan hátt „ ef menn telja að íslendingar geti gert tvíhliða samninga og fengið undanþágur, bendið þá norðmönnum að fara þá leið, það er svo afskaplega einfalt, við eigum ekki að hugsa um að reyna að fá einhverjar undanþágur fyrir okkur, það er hreinlegast að hafna þessu alfarið, mér finnst ekki koma til greina að samþykkja þetta„,segir Ögmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila