Eigum að hugsa út fyrir miðborgina

Ingvar Mar Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Úthverfin hafa verið vanrækt og við þurfum að fara að hugsa út fyrir miðbæinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingvars Mars Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ingvar bendir á að að þetta megi sjá í hinum ýmsu framkvæmdum “ þegar var síðast byggð sundlaug hér var byggð sundlaug við hliðina á annari sundlaug, Vesturbæjarlauginni, í Grafarholti er til dæmis engin sundlaug„,segir Ingvar. Hann segir að hann vilji meiri aðkomu íbúa að ákvörðunum í borginni með því að halda íbúa og hverfafundi þar sem íbúar gætu haft áhrif á framkvæmdi í sínu nærumhverfi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila