Eigum ekki að fara í þá óvissuferð að samþykkja orkupakkann

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður.

Ísland á ekki að fara í óvissuferð sem engin veit hvar endar með því að samþykkja orkupakka þrjú. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ómar bendir á að ef málið verði samþykkt myndi verða lagður hér sæstrengur, og ekki einungis einn “ því menn horfa auðvitað lengra fram í tímann í þessu og það yrðu lagðir fleiri strengir sem myndi þýða að við yrðum að virkja meira, við eigum ekki að samþykkja að fara í svona óvissuferð sem við getum síðan ekki bakkað út úr ef okkur líst ekki á þetta„,segir Ómar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila