Eigum ekki að selja útlendingum bankakerfið

Frosti Sigurjónsson.

Það á ekki að selja útlendingum jafn mikilvæg innviði samfélagsins sem bankakerfið er. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Frosta Sigurjónssonar rekstrarhagfræðings og fyrrverandi þingmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Frosti segir mikilvægt að bankakerfið sé þannig úr garði gert að þeir sem það reki séu í tengslum við fólkið í landinu “ þetta verður að vera bankakerfi sem er rekið af fólki sem mætir í fermingaveislurnar og horfir í augun á okkur, að skyldur þeirra sé við þessa þjóð og fólkið í landinu, allt bankakerfið á að vera í eigu íslendinga að mínu mati„,segir Frosti. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila