Einelti versnar stöðugt sé ekki tekið á gerendunum

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna.

Einelti er þess eðlis að þegar það byrjar versnar það stig af stigi sé ekki tekið á þeim gerendum sem að eineltinu standa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Snorri segir að oftar en ekki átti meintur gerandi sig ekki á að hegðun hans sé óæskileg “ og það kemur til vegna þess að oft hefur enginn gripið inn í og rætt við viðkomandi og gert honum grein fyrir að þetta sé ekki í lagi, og þar af leiðandi sér hann ekkert athugavert við hegðun sína, og því er það þannig að ef ekki er gripið inn í með þeim hætti þá mun eineltið eingöngu versna„,segir Snorri. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila