Einn handtekinn eftir vopnað rán í apóteki í Garðabæ

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í morgun að maður vopnaður exi hafi ruðst inn í apótek í Garðabæ, hótað þar starfsfólki og komist undan með ránsfeng. Lögregla hafði fengið greinargóða lýsingu á bifreiðinni sem maðurinn notaði á flóttanum og því komst lögregla fljótt á slóðir ræningjans sem ók á ofsahraða í gegnum Garðabæ og inn í Hafnarfjörð. Lögregla mat stöðuna svo að ekki væri annara kosta völ en að aka inn í hlið bifreiðarinnar til að stöðva för mannsins. Í kjölfarið var maðurinn handtekinn og er málið í rannsókn. Starfsfólk apóteksins mun þiggja áfallahjálp vegna málsins.

Athugasemdir

athugasemdir