Einn handtekinn vegna hryðjuverkaárásar í París í morgun

Einn hefur verið handtekinn í kjölfar hryðjuverkaárásar í úthverfi Parísar í morgun þar sem bifreið var ekið á fjölda manns. Maðurinn var stöðvaður á hraðbraut nálægt þeim stað þar sem árásin átti sér stað. Að minnsta kosti sex slösuðust í árásinni en vitni segjast hafa séð bifreiðinni sem var af gerðinni BMW ekið af ásettu ráði á hóp fólks en flestir þeirra sem urðu fyrir bifreiðinni eru franskir hermenn. Lögregluyfirvöld í Frakklandi rannsaka nú málið sem hryðjuverkaárás og kanna hvort maðurinn sem var handtekinn tengist hryðjuverkasamtökum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila