Ekið á gangandi vegfarendur í Lundúnum

Bifreið var ekið inn í hóp vegfarenda í grennd við breska þinghúsið í morgun. Maðurinn var handtekinn af lögreglu eftir að bifreiðin hafnaði á öryggisgirðingu sem ætlað er að sporna við ákeyrslum sem þessum en ekki liggur fyrir hversu margir eru slasaðir. Götum á svæðinu hefur verið lokað og vinnur lögreglan að því að rannsaka vettvang. Lögreglan hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar um málið en segir að yfirlýsingu verði gefin út síðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila