Ekkert fjallað um fjármálahliðina í braggaskýrslunni og því nánari rannsókn nauðsynleg

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.

Ekkert var fjallað um fjármálahliðina í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggan í Nauthólsvík og því nauðsynlegt að rannsaka málið nánar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Vigdís leggur mikla áherslu á að fjármálahlið málsins verði rannsökuð “ því þar eru mestar líkur á að í þeim hluta séu upplýsingar um þau lögbrot sem hugsanlega voru framin, það verður að varpa ljósi á málið og til þess að það geti orðið og að allar upplýsingar séu á borðinu verður að fara alveg ofan í þetta„,segir Vigdís.

Segir borgarfulltrúa Pírata ljúga til um tölvupósta

Aðspurð um þá tölvupósta um málið sem sagðir eru horfnir og þá fullyrðingu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata sem segir enga tölvupósta hafa horfið segir Vigdís “ nú ætla ég að tala bara hreint út, það er lygi, Innri endurskoðun hefur tekið það fram tvívegis og staðfest að tölvupóstum var eytt, og Dóra Björt er að gera lítið úr störfum nefndarinnar með þessum fullyrðingum„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila