Ekkert samráð haft við flugmenn um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Ómar Ragnarsson flugmaður og fjölmiðlamaður.

Ómar Ragnarsson flugmaður og fjölmiðlamaður gagnrýnir harðlega að flugmenn skuli ekki hafðir með í ráðum við ákvörðanatöku í málum sem varða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ómar sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að veðrabrigði í Hvassahrauni sem nefndur hefur verið sem hugsanlegt nýtt flugvallarstæði séu þannig að hugmyndir um flugvöll þar gangi hreinlega ekki upp, það myndu menn vita hefðu flugmenn verið spurðir “ nær væri að lengja flugbrautirnar á Reykjavíkurflugvelli og bæta þar aðstöðuna, það myndi kosta aðeins brot af því sem kostar að reisa nýjan flugvöll á öðrum stað„,segir Ómar.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila