Ekkert sem kemur í veg fyrir að nýjir hluthafar gætu tæmt Arionbanka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að það sé ekkert sem geti í raun komið í veg fyrir það að nýjir hluthafar í Arionbanka geti tæmt bankann og lánað sjálfum sér risavaxnar fjárhæðir út úr bankanum. Sigmundur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær segir að í því sambandi séu atriði sem valdi nokkrum áhyggjum “ ein af þeim leiðum til að koma í veg fyrir slíkt er að setja ákvæði um hámarks eignarhald tengdra aðila og ef þeir færu yfir þessi 10% þá liggja fyrir um að það þurfi að liggja fyrir hverjir eru þar á bak við og svo framvegis, nú hins vegar sjáum við það að þetta eru allt saman tengdir aðilar, þeir eru í þessu saman og sameiginlega búnir að tryggja sér sameiginlega kauprétt sem tryggir þeim meirihlutaeignarhald á Arionbanka svo þetta eru að mínu mati augljóslega tengdir aðilar, þetta eru ekki aðilar sem að stunda það annars staðar að reka banka í mörg ár í samkeppni, heldur þvert á móti á sem skemmstum tíma að hámarka ávinninginn, jafnvel með því að hluta fyrirtækin í sundur„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila