Ekki hægt að hafa jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar án hagvaxtar

Ólo Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Án hagvaxtar verður ógjörningur að taka á loftslagsbreytingum og því ætti að leggja áherslu á viðskiptafrelsi,  nýsköpun og þróun og ýta þannig undir aukinn hagvöxt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Óli Björn segir að vel sé hægt að taka á ríkisrekstrinum og bæta þannig hagvöxtinn “ við þurfum að fara að horfa á hvað við erum að fá fyrir peninginn, vandi ríkisins er fyrst og fremst útgjaldavandi og það er hægt að fara ofan í það hvort við getum gert enn betur þar en gert er í dag„,segir Óli Björn. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila