Ekki hlynntur því að félagsmenn verkalýðsfélaga kjósi stjórn ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Það er ekki skynsamlegt að þeir sem eru félagsmenn í verkalýðsfélögum kjósi stjórn ASÍ með beinum hætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Gylfi segir þá skoðun sína til komna vegna þess hvernig ASÍ er saman sett. Hann bendir á að það séu fulltrúar verkalýðsfélaga sem hafi umboð og traust frá sínum félagsmönnum til þess fara með þessi mál “ og það er þeirra ákvörðun, þessara aðildarfélaga hvernig þau vilja hverju sinni haga sínu samstarfi„,segir Gylfi.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila