Ekki horft nógu langt til framtíðar varðandi byggingu nýs spítala

hermannguðmundsHermann Guðmundsson framkvæmdastjóri segir yfirvöld ekki horfa nógu langt til framtíðar þegar kemur að byggingu nýs spítala. Hermann sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni segir að hans skoðun sé sú að spítali eigi að úreldast á fimmtíu árum og því skipti staðsetning öllu máli og megi ekki vera tilviljanakennd “ það á ekkert að nota hann mikið lengur, svona stofnun á auðvitað að nýtast upp og úreldast á fimmtíu árum, við erum að nota algjörlega ónýt hús í dag, það er fjöldi starfsmanna á Landspítalanum helsjúkur af öndunarfærasjúkdómum vegna myglu og alls konar eitrana sem eru í gangi, sama á við um starfsfólkið á Grensás þar sem við erum með allt okkar veikasta fólk, og þetta er auðvitað ekki vandamál okkar stjórnmálamanna í dag, þetta er vandamál stjórnmálamanna fyrir 20 – 25 árum síðan, við eigum að vera löngu komin á þann stað að vera byrjuð að endurnýja þessi húsakynni„,segir Hermann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila