Ekki rétt nálgun að taka seðla úr umferð til þess að sporna við skattsvikum

Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er ekki rétt nálgun að taka seðla úr umferð og takmarka fjárhagslegt frelsi þjóðarinnar til þess að sporna við skattsvikum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Teits Björns Einarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Teitur segir að með þessu sé verið að taka skref í átt rafvæðingar gjalmiðilsins „ það er þá væntanlega undirliggjandi afleiðing af þessu að ríkið ætli á einhverjum tímapunkti að hætta að gefa út lögeyrir í landinu og koma öllu í þessi rafrænu viðskipti, ef að svo er að þá þarf að spyrja margra spurninga eins og hvort skylda eigi alla til viðskipta við ákveðna banka og svo framvegis„,segir Teitur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila