Ekvador fékk 4,2 milljarða dollara lán – handtöku Assange mótmælt

Mótmæli vegna handtöku stofnenda Wikileaks Julian Assange voru brotin á bak aftur í Quito höfuðborg Ekvador nýlega. Mótmælendur voru slegnir niður af óeirðalögreglu. Ákvörðun Lenin Moreno forseta Ekvador að hætta að veita Assange hæli og afhenda hann brezkum yfirvöldum vekja reiði í Ekvador: „Burtu með þig svikari, burt!. Við kusum þig til að stjórna en ekki til að selja okkur til Bandaríkjanna. Svívirðilegi föðurlandssvikari!“ hrópaði einn mótmælandinn í Quito skv. fréttastofu RT.

Lenin Moreno hefur básúnað út ásökunum til hægri og vinstri á hendur Julian Assange m.a. fyrir að hafa boðið tölvuþrjótum til sendiráðsins og stofnað „njósnamiðstöð“ í sendiráðinu. Assange er sagður hafa keyrt á bretti í sendiráðinu og verið fáklæddur. Þá hefur sænskur ríkisborgari verið handtekinn í Ekvador og að sögn Lenín forseta á sá maður að hafa gerst sekur um að hafa brotist inn á símalínur og bankareikninga opinberra aðila. Lenin Moreno komst til valda 1917 og telja ýmsir ástæðuna fyrir því að ný ríkisstjórn Ekvador losaði sig við Julian Assange hafi verið gert til að liðka fyrir samningi 4,2 milljarða dollara láns sem Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðurinn ákvað á fundi 14. mars s.l. að veita Ekvador en gert er grín að því í myndbandinu fyrir neðan.

Sjá nánar hér og hér

[youtube]https://youtu.be/1efOs0BsE0g[/youtube]

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila