Embættismenn í glerhöllum í Brussel ekki í tengslum við samfélögin í Evrópu

sigmundur 004Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að þegar ríkisstjórnin sleit aðildarviðræðum við Evrópusambandið hafi háttsettum embættismönnum ESB verið gert alveg ljóst að um raunveruleg viðræðuslit væri að ræða. Sigmundur segir hins vegar að embættismenn innan ESB hafi verið haldnir ranghugmyndum um áhuga íslendinga á að ganga í sambandið, það eigi þó ekki eingöngu við um Ísland “ eins og við erum að sjá núna að þá eru þessir embættismenn sem eru lokaðir af í glerhöllum í Brussel ekki alveg í sambandi og ekki í tengslum við samfélögin í Evrópu og hafa ímyndað sér lengst af og margir hverjir gera enn að þeir hefðu stuðning almennings við það að breyta Evrópu í einhver bandaríki Evrópu, sem er bara ekki„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila