Endurbætur fyrir rúman hálfan milljarð á hjúkrunarrýmum í Stykkishólmi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um endurbætur og uppbyggingu á hjúkrunarrýmum í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi.
Áætlaður kostnaður við framkvæmdir vegna hjúkrunarrýmanna er um 590 milljónir króna og skiptist þannig að ríkissjóður fjármagnar 83% framkvæmdanna á móti 17% sveitarfélagsins.
Vinna við áætlanagerð, hönnun og annan undirbúning hefst á næstu vikum. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs og taka megi heimilið í notkun í lok árs 2021.
Á heimilinu verða 18 hjúkrunarrými sem leysa af hólmi dvalar- og hjúkrunarrými sem rekin hafa verið annars vegar í húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í bænum og hins vegar í Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila