Endurnýjun gagnatengingarleiða við útlönd óumflýjanleg

Nauðsynlegt er að endurnýja gagnatengingarleiðir við útlönd ef Ísland á að halda áfram góðri samkeppnislegri stöðu sinni í rekstri gagnavera á alþjóðavísu. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um rekstrarumhverfi íslenskra gagnavera. Starfshópnum var falið að fara yfir þróun og stöðu gagnaveraiðnaðarins og meta leiðir sem stjórnvöld geta farið til að efla stöðu hans og framtíðarvöxt, meðal annars í ljósi örra tækniframfara og þjóðfélagsbreytinga. Fram kemur í skýrslunni að eins og staðan er í dag þá sé Farice strengurinn fullnægjandi eins og staðan er í dag en miðað við áframhaldandi vöxt í internetumferð þá sé ljóst að þörf er á endurnýjun á flutningskerfinu áður en langt um líður. Þá segir að samkeppnisstaða Íslands byggist fyrst og fremst á grænni endurnýjanlegri orku, sem megi fá á nokkuð hagstæðu verði, og veðurfarslegum þáttum sem stuðli að lægri kælikostnaði tölvubúnaðar en ella, sérstaða landsins í þeim efnum fari hins vegar minnkandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila