Engin lausn að slaka á taumunum gagnvart fíkniefnaneyslu

Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna.

Það er engin lausn að slaka á taumunum þegar kemur að fíkniefnaneyslu, enda sýni reynslan að slík úrræði dragi ekki úr neyslu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formanns Landsambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Snorri bendir á að sem dæmi megi nefna að þar sem gefið hafi verið eftir í fíkniefnamálum hafi vandinn ekkert minnkað “ t,d Amsterdam og Kristíaníu, svo menn sjá þetta bara þar svart á hvítu“,segir Snorri. Snorri segir samtal um vandann og fjölþátta lausnir vera vænlegri til árangurs “ það vantar mjög upp á þetta samtal milli aðila og það hefur enga þýðingu að ræða lausnir í þessum málum við þann sem hefur ánetjast og er í neyslu„.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila