Engin töfralyf til við heilabilun

Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi.

Lyf sem notuð eru til þess að slá á einkenni heilabilunar eru engin töfralausn fyrir þá sem þjást af heilabilun heldur gera líf þeirra aðeins bærilegra og hægja á framþróun sjúkdómsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hönnu Láru Steinsson félagsráðgjafa í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Hanna Lára segir að það sem skipti mestu máli fyrir þá sem þjást af heilabilun að hafa jafnvægi og festu á tilverunni og taka þátt í samfélaginu “ virkni skiptir mjög miklu máli, sinna áhugamálum og eiga samveru með öðrum, fólk sem greinist geta lifað nokkuð eðlilegu lífi allt að sjö árum eftir greiningu„,segir Hanna. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila