Enginn fær stjórnarmyndunarumboðið að sinni

bessastadir5Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að enginn flokkur fengi stjórnarmyndunarumboðið að sinni. Guðni sagði meðal annars í yfirlýsingu sinni í morgun “ Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar. Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við. Ég nefni jafnframt þá brýnu nauðsyn að kalla þing senn saman. Vitaskuld væri æskilegast að samkomulag um nýja ríkisstjórn lægi fyrir við þingsetningu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila