Enginn vandi fyrir erlenda auðmenn að kaupa upp Ísland

Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra.

Jarðakaup erlendra auðmanna er umhugsunarefni og full þörf á að staldra við og íhuga tilgang kaupanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ögmundur bendir á að fólk þurfi að hafa mikilvæg atriði þegar talað sé um jarðakaup ” jarðakaup og aðgangur að auðlindum er samhangandi þáttur sem verður að hafa í huga í þessu sambandi, það er afskaplega auðvelt að kaupa íslendinga, við verðum að vera vakandi“,segir Ögmundur. Þá benti Ögmundur á í þættinum að hafin sé undirskriftasöfnun að undirlagi Jónu Imsland myndlistakonu þar sem þess er krafist að komið verði böndum á jarðakaup erlendra auðmanna en fyrir áhugasama er hægt komast inn á undirskriftalistann og rita nafn sitt undir með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila