Engu að treysta þegar eldos eru annars vegar

Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði.

Þó hægt sé að segja til í flestum tilfellum með talsverðri nákvæmni um hvort eldfjall sé að byrja að gjósa er ekki alfarið hægt að reiða sig á slíkt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorvaldar Þórðarsonar prófessors í eldfjallafræði í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Þorvaldur segir að hér á landi gjósi að meðaltali á fimm ára fresti, þó líði oft á tíðum lengra á milli gosa, aðspurður segir Þorvaldur að hann telji að á næstu 10 árum muni koma gos en ómögulegt sé að segja hvaða eldfjall muni gjósa ” það eru mörg eldfjöll komin á tíma og það er eiginlega það eina sem hægt er að slá föstu, við vitum stundum ekki um gos nema með nokkurra klukkutíma fyrirvara og stundum skemur þannig við verðum að hafa allar viðbragðsáætlanir á hreinu“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila