Enn talin hætta á snjóflóðum á Seyðisfirði

Hættustig vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði er enn í gildi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er þó talið líklegt að ástandið sé að skána og mun endurmat á stöðunni fara fram fljótlega. Þá er enn í gildi á Austulandi öllu. Snjóflóð féll í gær úr Strandartindi og því var ákveðið að rýma tvo reiti sem skilgreindir sem snjóflóðahættusvæði, en þeir reitir eru neðan við tindinn. Þar sem talsverð ofankoma í formi rigningar hefur verið á svæðinu á síðustu klukkustundum hefur hætta á krapaflóðum aukist en enn á eftir að meta stöðuna með tilliti til krapaflóða.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila