„Er löngu kominn með upp í kok af hræðsluáróðri þessara manna“

IMG_0602Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ótækt að horfa upp á bankamenn fá tugmilljóna bónusa á meðan kjörum almennings sé haldið niðri. Vilhjálmur sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á að í hver sinn sem samið er um kaup og kjör almennings sé alið á því að fara þurfi varlega í launahækkanir svo ekki skapist verðbólga, en því er Vilhjálmur alls ekki sammála „ ég fæ og er löngu búinn að fá upp í kok af þessum hræðsluáróðri þessara manna og þeir eiga að líta sér nær„,segir Vilhjálmur. Þá segir Vilhjálmur að fólki sé hreinlega misboðið “ ég held að upphæðir af þessari stærðargráðu séu náttúrulega bara með þeim hætti að þetta misbýður siðferðiskennd hvers einasta íslendings„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila