Erna Ýr óttaðist um öryggi sitt eftir að varaþingmaður Pírata veittist að henni

Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður.

Eftir að Snæbjörn Brynjarsson þáverandi varaþingmaður Píra veittist að Ernu Ýr Öldudóttur blaðamanns með því að hrópa á hana ókvæðisorðum á kaffibarnum um helgina þar sem hún var stödd óttaðist hún um öryggi sitt. Þetta kom fram í máli Ernu Ýrar í síðdegisútvarpinu í dag en þar rakti Erna atburðarrásina og hvaða áhrif atvikið hafði á hana. Erna segir að hún hafi fyllst óhug “ í fyrsta lagi sagði hann að honum langað að berja mig, það er óhugnanlegt, það setti að mér óhug og ég var í rauninni afar kvíðin eftir þetta og þegar ég fór heim á leið var ég oft að líta um öxl, ég er búin að vera kvíðin og með ónot yfir helgina, ég til að mynda treysti mér ekki á viðburð sem ég ætlaði á á laugardagskvöldið vegna þess að ég mér hefði fundist óþægilegt að hitta hann eða rekast á hann einhversstaðar„,segir Erna Ýr.  Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila