Eru fjölmiðlar að reyna að yfirtaka hlutverk dómstóla?

Fjölmiðlar, hlutverk þeirra og umfjöllun þeirra um persónuleg mál fólks var meðal þess sem hlustendur ræddu um í símatímanum í dag og fannst sumum hlustendum hart vegið að einstaklingum með slíkum umfjöllunum. Kona að nafni Björk sem hringdi inn í símatímann sagði að sér fyndist í þeirri umræðu sem verið hefur um Jón Baldvin Hannibalsson hafi verið gengið allt of langt “ mér finnst þetta orðið þannig að það sé hreinlega níðst á honum, og þetta er ekkert bara í sambandi við Jón Baldvin, hvernig var til dæmis farið með Sigmund Davíð á sínum tíma?„, spyr Björk. Arnþrúður benti á að í málum þar sem fram hafa komið einhliða frásagnir og ásakanir einstaklinga verði menn að átta sig á að í landinu starfi dómstólar sem taki á slíku, en það sé ekki og eigi ekki að vera hlutverk fjölmiðla “ þetta er svona aftaka,  birtingarmynd af aftöku sem ég hef áhyggjur af sem fagmaður, blaða og fréttamaður, ef þetta er það sem koma skal, að það sé heimiluð svona aftaka á fólki í fjölmiðlum algjörlega án dóms og laga, þetta er algjört ærumorð„,segir Arnþrúður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila