„Erum að taka skref út úr torfkofanum“

gudmingikristins4Guðmundur Ingi Kristinsson formaður Bótar segist afar sáttur með að þingið hafi á dögunum samþykkt þingsályktunartillögu þess efnis að samþykkja eigi fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Guðmundur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á að með fullgildingu samningsins falli sem dæmi út löngu úrelt lög um fatlað fólk og að um miklar framfarir sé að ræða „ ég segir bara að við höfum verið að taka skref úr torfkofanum yfir í nútímann í þessum málum, og eins og ég segir að næstu tö árin verður ríkið að tryggja efnislega innleiðingu samningsins með réttum hætti og setja til dæmis löggjöf sem bannar mismunun og tryggir sjálfstætt líf„,segir Guðmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila