„Erum flokkur sem þorir gegn pólitískum rétttrúnaði“

Gunnlaugur Ingvarsson er formaður Frelsisflokksins.

Frelsisflokkurinn er flokkur sem þorir gegn pólitískum rétttrúnaðaröflum og tekur á viðkvæmum málum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Ingvarssonar formanns Frelsisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Flokkurinn sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli að bjóða fram í komandi borgarstjórnarkosningum og að stefnan í borgarmálefnum yrði kynnt innan skamms, en Gunnlaugur verður oddviti flokksins í þeim kosningum. Gunnlaugur segist vonast til að flokkurinn nái að bjóða fram í fleiri kjördæmum „ og ég hvet fólk til þess að hafa samband við okkur og starfa með okkur að okkar góðu málefnum„,segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið við Gunnlaug í spilaranum hér að neðan en í þættinum kynnti hann stefnu flokksins í hinum ýmsu málum.

Smelltu hér til þess að skoða heimasíðu flokksins

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila