„Erum með kerfi þar sem framkvæmdum er haldið í gíslingu út í hið óendanlega“

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.

Nauðsynlegt er að þau verkefni sem ákveðið hefur verið að fara í ,í samgöngumálum fái að komast áfram, en kerfið sem landsmenn búa við í dag er þannig úr garði gert að hægt er að halda verkefnum í gíslingu út í hið óendanlega. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag, en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Bergþór segir að samgöngur um Teigsskóg séu gott dæmi um þetta ” þegar ég hætti sem aðstoðarmaður samgönguráðherra árið 2006 þá átti að vera lítið annað eftir en að setja tæki og tól í gang þar og verkefnið var að komast af stað, en núna árið 2018 erum við komin fjær verkefninu en við vorum áður, kerfið sem við erum búin að búa til gerir það að verkum að menn og félagasamtök geta verið að koma inn svo seint í ferlinu með athugasemdir að það getur hlotist stórkostlegt tjón af, og það er engum greiði gerður með slíku verklagi“,segir Bergþór. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila