Erum við það að glata fullveldinu

Séra Halldór Gunnarsson fyrrverandi sóknarprestur.

Ísland er á hraðri leið í þá átt að glata fullveldi sínu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli séra Halldórs Gunnarssonar fyrrverandi sóknarprests í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Halldór bendir á að hér sé erlendum auðmönnum leyft að sölsa undir sig jarðir með hlunnindum og vatnsréttindum án mikilla skilyrða, og nú liggi fyrir að leggja eigi frumvarp um orkupakka þrjú “ það er þannig að þetta hnígur allt að því að við erum að glata fullveldinu, og ekki bara það, heldur hinum kristnu gildum sem samfélagið hefur verið byggt á, við sjáum til dæmis þetta fóstureyðingarfrumvarp sem nú á að leggja fram„,segir Halldór. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila