ESB afnemur neitunarvald aðildarríkja til að koma á beinum sköttum

Evrópusambandið undirbýr nýja skatta sem þegnar sambandsins eiga að greiða beint til ESB. í byrjun er um skatta ótengdum fjárlögum aðildarríkjanna að ræða en síðar um skatta á sviði heilsuverndar, loftslags- og umhverfismála ásamt virðisaukaskatti.
Samkvæmt Evrópusambandinu er neitunarvald einstakra ríkja hindrun í samrunaferli þjóða í eitt stórríki og því beri að afnema neitunarvaldið til að tryggja „réttláta og samkeppnishæfa skatta“ innan ESB. Á einfaldur meirihluti að ráða í staðinn. Til lengri tíma á að koma á sameiginlegum fjárlögum stórríkisins og fullri stjórn frá Brussel. Verið er að endurskoða „hefðbundna sýn á sjálfsákvörðunarrétti þjóða“ í þessu sambandi.
Ýmsum finnst samt 2018 ekki vera rétti tíminn að taka upp málið svo skömmu fyrir kosningar til ESB-þingsins í lok maí, þar sem hugmyndin um afnám sjálfsákvörðunarréttar þjóða muni mæta andspyrnu og þjóna hagsmunum „þjóðernissinna og popúlista„. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila