ESB býður Bretum „mataraðstoð“ fari þeir samningslausir úr sambandinu

Það nýjasta í hræðsluáróðri ESB gagnvart Bretum er að bjóða Bretum matarpakka til að komast lifandi út úr Brexit. Vegna velgengni ESB séu vínfljót næg og matarfjöll há og af nógu að taka og af mannúðarástæðum bjóði ESB fram aðstoð sína til að bjarga Bretum frá hungursdauða fari þeir út án samkomulags.
Útgöngusinnar Íhaldsflokksins segja þetta vera „nýjasta útspilið í hræðsluverkefni ESB: Kúgum Breta.“ ESB vonast til að Bretar láti hræða sig til að skipta um skoðun og vera áfram í ESB. Vara útgöngusinnar við því, að ESB reyni að stöðva flutning á keyptum matvælum til Bretlands eftir Brexit. Slíkt væri að sjálfsögðu brot á reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO og brot á alþjóðalögum. Bretar voru sjálfum sér nægir um matvæli áður fyrr en landbúnaðarstefna ESB eyðileggur getu aðildaríkjanna að vera sjálfum sér næg og eru brezkir bændur afar ósáttir við stefnu ESB. Andrea Jenkyns þingmaður íhaldsmanna bendir á að evrusvæðið sé í djúpri lægð sem fari stöðugt versnandi: „ESB mun sjálft þarfnast matarins haldi þeir áfram á þeirri braut, sem gerir fólk atvinnulaust í löndum þeirra.“ Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila