ESB eyðir 6 000 000 000 000 kr til að þér finnist þú vera „Evrópubúi”

Menningarnefnd ESB eyðir mótsvarandi 6 þúsund milljörðum íslenskra króna í áróður m.a. í Erasmus verkefninu til að reyna að fá fólk að líta frekar á sig sem ”Evrópubúa” í stað þeirrar þjóðar sem fólk tilheyrir. Þannig eiga t.d. Frakkar, Þjóðverjar, Englendingar, Svíar, Danir, Spánverjar og aðrar þjóðir innan ESB að hætta að telja sig sem slíka og hylla fána ESB og telja sig tilheyra stórríkinu ESB í staðinn. Með peningaaustrinum þrefaldar ESB fjárframlög til þessarra mála.

Prófessorinn Stefan Jonsson er gagnrýninn á þennan áróður og segir í viðtali við sænska sjónvarpið: ”Þegar reynt er að sameina íbúana ofanfrá getur maður verið öruggur um að það er orðið of seint. Þar sem ESB telur sig vera lýðræðisverkefni þá verður það að njóta stuðnings fólksins. Án stuðnings fólksins hverfur tilgangur ESB.

Stefan Jonsson segir að þar sem efnahagsstærðir virki ekki þá muni ESB ekki virka heldur: ”Fólk flytur frá Ungverjalandi, Slóvakíu og Rúmeníu til vesturs og þessi lönd tapa stórum hluta af menntuðu vinnuafli sínu. Ef t.d. Rúmeníu upplifir að allt verði verra og að aðild að ESB þýði að landsbyggðin tæmist af fólki sem flytur til vinnu í Frakklandi, Þýzkalandi og Svíþjóð, þá er ljóst að stuðningurinn við ESB verður ekki mikill. Að leggja út í herferð fyrir evrópska hugmynd eða frásögn segir þá bara til um hversu undirliggjandi sundrung er stór. Sameingingarhugmynd að ofan mun þá aðeins leiða til enn frekari sundrungar.”

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila