ESB heldur Bretum í járngreipum – May svíkur loforð – Trump varar ESB við

Eftir Brexit-kreppufund ESB í gær þar sem May gerði grein fyrir afstöðu brezku ríkisstjórnarinnar, varð forsætisráðherra Breta að víkja af fundi á meðan fulltrúar 27 aðildarríkja ESB ræddu um næstu Brexit-skref. Niðurstaða fundarins og skilaboðin sem May færir Bretum í dag er að Bretar fái framlengdan útgöngufrest til 31. október n.k. Lýsir May því sem sérstökum sigri, að Bretar geti farið út hvenær sem er á tímabilinu. Ef samningar takast t.d. í maí þá komast Bretar hjá því að taka þátt í kosningum til ESB-þingsins sem þeir annars neyðast til að gera. May brýtur loforð um að „Brexit dragist ekki fram yfir 30. júní“ á meðan hún er forsætisráðherra. Neitar hún að víkja úr starfi nema að hafa fyrst tryggt óskir ESB um útgöngusamning að hætti ESB sem þýðir samningaviðræður og sameiningu ESB-sinna á brezka þinginu til að keyra yfir þjóðarvilja Breta. Ýmsir Íhaldsmenn hóta nú með nýrri vantrauststillögu gegn Theresu May sem gæti leitt til afsagnar hennar ef af verður.  Brezka þingið hefur þegar þrisvar sinnum fellt þann samning sem nú er á borðinu en sá samningur inniheldur áframhaldandi lögsögu ESB yfir viðskiptum og landssvæðum Bretlands. Dagsetningin 31. október er engin tilviljun, það er síðasti starfsdagur núverandi framkvæmdastjórnar ESB. 

Nigel Farage er á fullu með nýjan Brexit flokk sinn og sagði í útvarpssendingu og beindi orðum sínum til Frakklandsforseta Emanuel Macron: „Verstu draumar þínar munu rætast. Ef þú ert að biðja nýjan hóp ESB-þingmanna sem koma hingað um að greiða ekki atkvæði gegn fjárlögum ykkar, her eða langtímaáætlunum, þá lofa ég þér því, að ég mun greiða atkvæði gegn hverju einasta máli hér.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi ESB harðlega eftir frestun Brexit í gær og varaði ESB við óréttlátri meðferð á Bretum: „Þetta getur allt saman snúist í höndunum á ykkur og komið aftur í bakið á ykkur“. 

Sjá nánar hér og hér

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila